Sagan

Snartarstaðir er landnámsjörð með ríka sögu, þar hefur alltaf verið stundaður landbúnaður. Jörðinni var á tímabili skipt upp í þrennt og því standa þar þrjú íbúðarhús ásamt útihúsum.  Á Snartarstaðajörðinni er einnig kirkja, byggðasafn og þorpið Kópasker. 

Fyrr á öldum, þegar kaupskip fóru að koma til Kópaskers með nauðsynjar- og munaðarvörur, þá varð alltaf gistipláss fyrir bændur úr nágrannasveitum á Snartarstöðum. Góð fiskimið eru steinsnar frá landi og frá Grímshöfninni, sem er við Kópasker, réru menn sér til fiskjar á öldum áður.  

Sigurður Ingimundarson, yngsti sonurinn af gömlu Snartarstaðaættinni, byggði húsið sem nú era að fara í útleigu, árið 1958 ásamt Sigríði Maríu Kristjánsdóttur konu sinni.  Útveggirnir eru hlaðnir  úr múrsteinum en innveggir steyptir á neðri hæð en uppi eru milliveggir úr timbri.Milliplatan er steypt.   

Við breytingar á húsinu í gistiaðstöðu, var sjálfbærni og endurnýting höfð að leiðarljósi.Húsinu var breytt til að kappkosta sem besta móttöku gesta og nýtingu hússins.  Byggður hefur verið rúmgóður pallur og settur upp heitur pottur fyrir framan húsið.