Gistiaðstaðan er í einbýlishúsi í sveit á tveimur hæðum með svefnplássi fyrir allt að 10 gesti.
Húsið er leigt út í heilu lagi, að lágmarki tvær nætur í senn
Innifalið: uppábúin rúm, handklæði og internet.
Verð 180.000kr fyrir fyrstu 2 dagana, 50.000kr á dag eftir það.
Leigendur eiga að skilja við húsið eins og þeir komu að því (fyrir utan þvott á rúmfötum)
Bókanir fara í gegnum netfangið sigurlinajoh@simnet.is
Aðstaðan og verðskrá
Neðri hæð:
Tvær forstofur
Þvottahús með þvottavél og þurrkara
Eldhús
Stofa ( ekkert sjónvarp er á staðnum)
Tvö baðherbergi með sturtu
Eitt svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi
Efri hæð
Fjögur svefnherbergi (tvíbreitt rúm, svefnsófi og einstaklingsrúm)
Setustofa
Utandyra
Stór pallur með heitum potti
Stórt bílaplan sem auðvelt er að leggja hjólhýsum
Tún sem hægt er að tjalda á
Útihús
Í hlöðunni (6x9m) eru borð og bekkir fyrir litla hópa til að halda uppákomur. Fyrirhugað er að steypa gólfið