Gönguleiðir
Hægt er að ganga eftir fjörunni, frá Kópaskeri að Snartarstaðanúp. Það er um 6 km leið og liggur jeppaslóði með ströndinni svo lítið mál er að ná í göngufólk ef það hentar að hætta göngu.
Ganga að og upp á Leirhafnarfjallgarði, hann er hæstur 229 m yfir sjávarmáli. Upp á fjallgarðinum er víðsýnt og sést vel yfir Melrakkasléttu.
Á jörðinni er 170 hektara skógræktargirðing þar sem hægt er að ganga í skjólinu innan skógarins.
Þeir sem vilja lengri göngu, þá er upplagt að ganga til Raufarhafnar eftir gamalli merktri þjóðleið eða fara eftir aflagðri raflínuslóð.
Snartarstaðajörðin er stór og heimilt er að ganga á flestum stöðum fyrir utan æðavarpið og ræktað land.